Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Piotr Herman, stofnandi, forseti og þjálfari hjá Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti