Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 14:35 Arnar Þór er 1. varamaður og ef hann á ekki að sleppa inná þing, þá má þeim Bjarna, Jóni, Bryndísi og Óla Birni ekki verða misdægurt. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
„Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira