Var á Íslandi á meðan hálf fjölskyldan fórst í loftárás Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2023 19:14 Fjölskylda Suleiman. Palestínumaður búsettur á Íslandi missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers fyrir mánuði síðan. Systir hans missti fótlegg í árásinni og vonast hann til að hún geti fengið gervifót eða komið hingað til lands. Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira