Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:29 Húseigendafélaginu berst kvörtun um það bil einu sinni í mánuði vegna stöðugra reykinga í fjölbýli sem mikið ónæði hlýst af. Getty Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“ Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“
Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30