Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:23 Villisvín sem lentu í gildru í Minnesota. AP/David Carson Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira