Timbursalinn kominn í opið úrræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:43 Páll Jónsson er kominn á Kvíabryggju eftir fimmtán mánaða dvöl á Hólmsheiði. Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði. Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17