Timbursalinn kominn í opið úrræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:43 Páll Jónsson er kominn á Kvíabryggju eftir fimmtán mánaða dvöl á Hólmsheiði. Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði. Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17