Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræddi brunann í Stangarhyl í Árbæ í kvöldfréttum. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“ Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira