Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2023 06:30 Fjölgun kaupsamninga má rekja til ungra kaupenda og sölu lítilla íbúða. Vísir/Vilhelm „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að vísbendingar séu um aukin viðskipti með íbúðir en 784 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gerðir í september, 110 fleiri en voru gerðir í ágúst. Fjölgunin er fyrst og fremst bundin við höfuðborgarsvæðið. Þá segir að fjölgunina megi aðallega rekja til ungra kaupenda og sölu á litlum íbúðum. „Þrátt fyrir þetta heldur framboð íbúða áfram að aukast og eru nú um 3.500 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af rúmlega 2.200 á höfuðborgarsvæðinu. Um helmingur íbúða til sölu í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru nýjar íbúðir,“ segir í samantektinni. Hrein ný íbúðalán til heimila námu 12,9 milljörðum króna í september. Ný verðtryggð íbúðalán til heimila námu 30,1 milljarði króna og þá segir að uppgreiðslur óverðtryggða lána hafi aukist mikið en alls voru 17,2 milljarðar af óverðtryggðum lánum greidd upp. „Uppgreiðslur óverðtryggðra lána eru nú um tvöfalt meiri en uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Það sem af er ári hafa lífeyrissjóðir lánað umfram uppgreiðslur og aðrar umframgreiðslur fyrir 49,6 ma. kr. samanborið við 41 ma. kr. sem bankar hafa lánað í formi nýrra íbúðalána til heimila. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hefur því vaxið á árinu úr 22,8% í byrjun árs og er nú 24% en hæst fór hlutdeild þeirra í útistandandi íbúðalánum til heimila í 29,6% í apríl 2020.“ Fasteignamarkaður Lífeyrissjóðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Þar segir að vísbendingar séu um aukin viðskipti með íbúðir en 784 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gerðir í september, 110 fleiri en voru gerðir í ágúst. Fjölgunin er fyrst og fremst bundin við höfuðborgarsvæðið. Þá segir að fjölgunina megi aðallega rekja til ungra kaupenda og sölu á litlum íbúðum. „Þrátt fyrir þetta heldur framboð íbúða áfram að aukast og eru nú um 3.500 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af rúmlega 2.200 á höfuðborgarsvæðinu. Um helmingur íbúða til sölu í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru nýjar íbúðir,“ segir í samantektinni. Hrein ný íbúðalán til heimila námu 12,9 milljörðum króna í september. Ný verðtryggð íbúðalán til heimila námu 30,1 milljarði króna og þá segir að uppgreiðslur óverðtryggða lána hafi aukist mikið en alls voru 17,2 milljarðar af óverðtryggðum lánum greidd upp. „Uppgreiðslur óverðtryggðra lána eru nú um tvöfalt meiri en uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Það sem af er ári hafa lífeyrissjóðir lánað umfram uppgreiðslur og aðrar umframgreiðslur fyrir 49,6 ma. kr. samanborið við 41 ma. kr. sem bankar hafa lánað í formi nýrra íbúðalána til heimila. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hefur því vaxið á árinu úr 22,8% í byrjun árs og er nú 24% en hæst fór hlutdeild þeirra í útistandandi íbúðalánum til heimila í 29,6% í apríl 2020.“
Fasteignamarkaður Lífeyrissjóðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira