Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:31 Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jól Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun