Kristín Soffía til RARIK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 11:47 Kristín Soffía Jónsdóttir. RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins Vistaskipti Orkumál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent