„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:30 Karina Konstantinova hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val og líklega þann síðasta á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu? Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu?
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira