Viðskipti innlent

Ómar Gunnar og Örn til PwC

Atli Ísleifsson skrifar
Ómar Gunnar Ómarsson og Örn Valdimarsson.
Ómar Gunnar Ómarsson og Örn Valdimarsson. PWC

Ómar Gunnar Ómarsson, löggiltur endurskoðandi, og Örn Valdimarsson hagfræðingur hafa verið ráðnir til PwC. 

Í tilkynningu segir að Örn hafi verið ráðinn sviðsstjóri ráðgjafar hjá félaginu. 

„Örn hefur undanfarin ár starfað hjá Eyrir Invest og tengdum félögum, nú síðast sem framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management. Hjá Eyrir hefur Örn sinnt afar fjölbreyttum verkefnum, einkum í fjárfestingum og eftirfylgni fjárfestinga. 

Áður starfaði Örn hjá Viðskiptablaðinu bæði sem framkvæmdastjóri og ritstjóri. Þá hefur Örn setið í hinum ýmsu stjórnum og nefndum í tengslum við störf sín, einkum tengt nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum. 

Örn lauk BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Executive Certificate námi frá Copenhagen Business School. 

Ómar Gunnar Ómarsson endurskoðandi til PwC 

Ómar Gunnar Ómarsson löggiltur endurskoðandi hóf nýlega störf hjá PwC. Ómar Gunnar kemur frá Enor ehf þar sem hann var hluthafi. 

Ómar Gunnar býr yfir alþjóðlegri þekkingu og reynslu á sviði endurskoðunar. Á árunum 2012- 2020 starfaði hann bæði í Noregi og Svíþjóð með áherslu á endurskoðun skráðra félaga, en einnig kom hann að fræðslumálum innan endurskoðunar hjá Deloitte AB. 

Ómar Gunnar lauk Cand. Oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa á Íslandi árið 2009 og löggildingu til endurskoðunarstarfa í Svíþjóð árið 2016,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×