Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2023 11:31 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun