Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2023 11:22 Gylfi Viðar, Sigurgeir Brynjar og Guðmundur Huginn við kaup Vinnslustöðvarinnar á Huginn í ársbyrjun 2021. Vinnslustöðin Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent