Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2023 11:22 Gylfi Viðar, Sigurgeir Brynjar og Guðmundur Huginn við kaup Vinnslustöðvarinnar á Huginn í ársbyrjun 2021. Vinnslustöðin Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira