Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 28. nóvember 2023 14:33 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að bregðast þurfi vel við skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira