Bylgjan órafmögnuð: „Lögin verða naktari fyrir vikið“ Bylgjan 29. nóvember 2023 14:18 Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga. „Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“ Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“
7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira