Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 17:01 Þeir Jóhann Vignir Gunnarsson og Tómas Þór Eiríksson segja frábært að sjá líf aftur í bænum. Vísir/Einar Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. „Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53