Sjáðu vítið umdeilda í París, endurkomur Barca og Man. City og öll hin mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:31 Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Paris Saint-Germain á móti Newcastle í París í gær. AP/Thibault Camus Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira