Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:01 Stephen Curry klikkaði á lokaskoti leiksins og Golden State verður ekki með í átta liða úrslitunum. AP/Randall Benton Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023 NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum