Trausti Fannar skipaður formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 11:49 Trausti Fannar Valsson er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira