Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir og Jakob Bjarnar skrifa 30. nóvember 2023 10:09 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Sigurjón „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48