„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir / anton brink Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. „Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira
„Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15
Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34