KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 KSÍ hefur sent inn umsókn til fjárlaganefndar Alþingis Vísir/Samsett mynd Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“ KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“
KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira