Hnefarétturinn Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 1. desember 2023 12:01 Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun