Halli Egils fagnaði sigri eftir æsispennandi úrslitakvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2023 11:45 Til vinstri er Halli Egils, sigurvegari kvöldsins, hægra megin við hann er Hörður Guðjónsson Vísir/ Egill Birgisson Hallgrímur Egilsson stóð uppi sem sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti árið 2023 eftir gríðarlega fjörugt og æsispennandi úrslitakvöld á Bullseye. Hann vann undanúrslitin 5-3 gegn Páli Péturssyni og lagði svo Hörð Guðjónsson 6-4 af velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30. Pílukast Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30.
Pílukast Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira