Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 4. desember 2023 14:59 Poul, Jonaz og Henry sögðust ekki hafa vitað af hassinu. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira