Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:03 Misklíð er í íslensku skáksamfélagi vegna mótaraðar í Fischer-slembiskák sem fór fram á dögunum. Vísir/Samsett Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum. Skák Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum.
Skák Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira