Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 07:41 Ungmennaráðið gagnrýnir lítið sem ekkert samráð. Aðsend Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. „Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
„Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira