Fleiri hús byggð í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2023 20:30 Svona munu nýju húsin líta út á Eyraveginum á Selfossi fullbyggð og verða þau hluti af nýja miðbænum á staðnum. Aðsend Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi eru að fara af stað eftir að byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti byggingaráform Sigtún Þróunarfélags á lóðinni við Eyraveg 3-5 við hlið Mjólkurbúsins. Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Að sögn Vignis Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Sigtúns mun jarðvinna hefjast á allra næstu dögum. „Bygging þessara húsa markar upphafið af öðrum áfanga miðbæjarins og við áætlum að þau verði tilbúin seinni hluta 2025. Samhliða munum við hefja framkvæmdir á bílastæðahúsi þar fyrir aftan, en það er mun einfaldari framkvæmd og eru vonir bundnar við að það verði komið í fulla notkun næsta sumar,“ segir Vignir. Hugmyndafræðin á Eyravegi er sú sama og annars staðar á miðbæjarsvæðinu, það er að endurreisa þekkt íslensk hús sem hafa áður staðið annars staðar. Húsin sem nú munu nú rísa á Eyravegi eru svonefnda Amtmannshús, sem stóð við í Reykjavík á árunum 1879-1972, og Hótel Akureyri sem stóð við Aðalstræti á Akureyri 1902-1955. Örlög þessara húsa á sínum tíma voru þó af ólíkum toga. Hótel Akureyri varð eldi að bráð en Amtmannshúsið var rifið. Í endurbyggðum húsunum á Selfossi verða skrifstofurými til útleigu á efri hæðum en jarðhæðin verður nýtt sem þjónustu- eða verslunarhúsnæði. Húsin tengjast saman með glerbyggingu þar sem verður lyfta og stigagangur. „Þetta eru ofboðslega falleg hús sem bera með sér gamalt yfirbragð, en þau verða þó staðsteypt og klædd með timbri. Innandyra verður eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði bæjarins,“ segir Vignir. Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.Aðsend Heimamenn byggja Það eru fyrirtækin JÁVERK, sem byggir húsin og Borgarverk sem sér um jarðvinnu, og því fólk og félög úr héraði sem sjá um framkvæmdina að stórum hluta. „Svo munu undirverktakar bætast við á einhverjum tímapunkti sem verða einnig að uppistöðu heimamenn. Þetta skiptir okkur máli,“ segir Vignir. Nýi miðbærinn þykir einstaklega vel heppnaður á Selfossi.Aðsend Allt búið 2028 Aðspurður um framhaldið segir Vignir að áformað sé að hefja uppbyggingu á fleiri reitum innan miðbæjarsvæðisins strax á næsta ári. „Já, við erum búin að brjóta miðbæjarsvæðið upp í nokkra reiti, það er að segja húsaþyrpingar sem tengjast saman og hafa sameiginlega kjallara og þess háttar. Við munum hefja framkvæmdir á þessum reitum einn af öðrum, eftir því sem hönnun þeirra vindur fram. Ef allt gengur upp verður búið að reisa flest húsin árið 2028,“ segir Vignir en heildarviðbótin telur næstum 25 þúsund fermetra í 45 nýjum húsum. Til samanburðar er miðbærinn í dag rúmlega 5 þúsund fermetrar í 13 húsum. Nýji miðbærinn á Selfossi hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum og nú á að halda uppbyggingunni áfram á fullum krafti. Aðsend
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira