Pogba og Sancho voru alltaf seinir á æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 13:31 Jadon Sancho og Paul Pogba áttu erfitt með mæta á réttum tíma á æfingar hjá Manchester United. getty/Ash Donelon Óstundvísi var mikið vandamál í herbúðum Manchester United samkvæmt Nemanja Matic, fyrrverandi leikmanni liðsins. Tvær af stjörnum United voru sérstaklega slæmar í þessum efnum. Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Sjá meira
Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Sjá meira