Segja ásakanirnar rógburð, ósannindi og árás á mannorð Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 14:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ein þeirra sem undirrita yfirlýsingu til stuðnings Ragnir Þór. Vísir/Vilhelm Stjórnarmenn í Eflingu, sem voru viðstaddir mótmæli í höfuðstöðvum Gildis þann 30. nóvember síðastliðinn, fordæma það sem sagt er rógburður, ósannindi og árásir á mannorð Ragnars Þórs Ingólfssonar af hálfu yfirmanna skrifstofu Gildis lífeyrissjóðs. Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“ Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu á vef Eflingar, sem undirrituð er af tíu stjórnarmönnum í Eflingu. „Nákvæmlega ekkert er hæft í þeim alvarlegu ásökunum sem Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Bjarney Sigurðardóttir skrifstofustjóri Gildis setja fram í bréfi sínu til stjórnar VR í gær 4. desember. Í bréfinu er því haldið fram að á friðsamlegum mótmælum 30. nóvember hafi starfsfólki Gildis verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyrir „andlegu ofbeldi“ og „[lokast] inn í rými með ógnandi aðila“,“ segir í yfirlýsingunni. Árni Guðmundsson hefur sagst standa við það sem fram kemur í bréfinu. Þá segir hann óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Lýsingar fjarstæðukenndar Í yfirlýsingunni segir að lýsingar í bréfi Gildis séu fjarstæðukenndur uppspuni eins og tugir einstaklinga, sem voru viðstaddir mótmælin, séu til vitnis um. Þetta sé jafnframt hægt að staðfesta með fjölda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru upp á staðnum. Mótmælin hafi augljóslega ekki beinst gegn almennu starfsfólki Gildis heldur stjórnendum sjóðsins, og þau litlu samskipti sem fóru fram við almennt starfsfólk sjóðsins hafi í alla staði verið kurteisisleg. Þetta viti Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis vel, enda hafi hann verið viðstaddur allt sem fram fór. „Það að verkafólk sem greiðir í Gildi og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þeirra þurfi að sitja undir grófum, ósönnum ásökunum af hálfu hálaunaðra stjórnenda sjóðsins um „ofbeldi og áreitni“ fyrir þá sök eina að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla er með öllu óásættanlegt. Það er hneyksli að háttsettir stjórnarmenn Gildis skuli beita slíkum aðferðum til að þagga niður í gagnrýni.“ Útvötnun á orðinu ofbeldi Þá segir að hálaunafólk, auðmannastéttin og valdastofnanir á Íslandi hafi á liðnum árum fært sig æ meira upp á skaftið. Þau hafi vanist því að starfa án aðhalds, án gagnrýni og án afleiðinga af gjörðum sínum. Óþol þeirra fyrir aðhaldi almennings sé nú komið á það stig að þau séu tilbúin að útmála heilbrigð, málefnaleg og lýðræðisleg skoðanaskipti sem ofbeldi og áreitni. Þessi afbökun og útvötnun orðanna sé lítilsvirðandi við þá sem í raun hafa þurft að þola ofbeldi og áreitni. Stjórnarmenn geri þá kröfu til stjórnenda Gildis að þeir gæti orða sinna og virði eðlileg mörk þegar kemur að lágmarksvirðingu við heiður og æru fólks. „Við fordæmum með öllu þá ákvörðun Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra og Bjarneyjar Sigurðardóttur skrifstofustjóra Gildis að ráðast með ósannindum að okkur sem tókum þátt í friðsamlegum mótmælum í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóvember. Lúalegar árásir þeirra á Ragnar Þór Ingólfsson eru um leið árás á okkur, á sjóðfélaga frá Grindavík og aðra þá sem tóku þátt í umræddum mótmælum.“
Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Grindavík Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira