Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 09:09 Steinþór Arnarson er formaður Samtaka ungra bænda. Aðsend Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Þeir muni áfram þurfa að drýgja tekjur sínar með aukavinnu utan búskaps. „Með tilheyrandi fórnarkostnaði gagnvart fjölskyldulífi sínu og frítíma. Við slíkar aðstæður er illt að búa.“ Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps þriggja ráðuneyta og voru kynntar í gær. Þær eru alls fimm og varða ýmis konar viðbótarstuðning til bænda. Áætlað er að greiða samanlagt 1,6 milljarð til 982 bænda fyrir árslok 2023. Samtökin segja í yfirlýsingu fyrir unga bændur skipti tillögur hópsins miklu máli en samtökin hafa síðustu vikur ítrekað bent á erfiða stöðu ungra bænda og hafa sagt það nánast ómögulegt að búast við nýliðun í greininni. „Fyrir unga bændur skipta tillögur hópsins um nýliðunarstuðning auðvitað miklu máli. Þær eru mikilvæg skref í áttina að því að leiðrétta þá erfiðu stöðu ungra bænda sem hafa hafið búskap á síðustu árum og munu þær tryggja íslenskum sveitum líf til lengri framtíðar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau segja miklu muna um fjárhagslegan stuðning auk þess sem hann sé almenn viður viðurkenning á því að „þjóðin þurfi á ungu fólki að halda til þess að standa vörð um áframhaldandi fæðuöryggi sitt og framleiðslu fyrsta flokks matvæla við skilyrði sem væntanlega eru hvergi í heiminum betri en einmitt á Íslandi.“ Myndin er tekin á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var í haust. Samtök ungra bænda Þá segir í yfirlýsingunni það muni einnig miklu um tillögur sem taka á miklum skuldum eða þar sem hefur verið langvarandi afkomubrestur. „Þannig munar mikið um áherslu á greiðslur út á fjárfestingastuðning í því vaxtaumhverfi sem við búum við til viðbótar við þann hraða í afborgunum sem almennt hefur verið krafist. Býlisstuðningur til sauðfjárbænda og tillögur um stuðning til nautgripabænda með holdagripi eru einnig á meðal mikilvægra atriða í tillögum hópsins.“ Bændasamtökin hafa áhyggjur Bændasamtökin fagna á heimasíðu sinni greiningu ráðuneytanna á stöðu mála. Sameiginlegur skilningur muni hjálpa til við næstu skref í samtalinu. Aftur á móti hafa samtökin áhyggjur af því að aðgerðirnar dugi skammt. „Þá eru stórir hópar bænda sem ekki njóta þessara aðgerða og eru það bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni. Verður að velta því upp hvort skynsamlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að eiga þetta samtal við Bændasamtökin, sem fara með fyrirsvar fyrir bændur lögum samkvæmt. Margir bændur eru til að mynda skuldsettir vegna fjárfestinga sem tengjast hagræðingu sem stjórnvöld hafa krafist, bæði á grundvelli lægri framlaga til búvörusamninga og á grundvelli lögbundinna kvaða.“ Rétt sé að líta fram á veginn. „Niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins ríma við greiningar Bændasamtakanna og er því kominn góður grunnur að samtali við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. Bændur treysta því að þeirri vinnu verði fram haldið strax í næstu viku enda ljóst að bændur eru með miklar væntingar til viðbótaraðgerða á stærri skala með endurskoðun samninganna. Á þeim vettvangi verða stjórnvöld meðal annars að leiðrétta tollvernd landbúnaðarafurða og uppfylla lögbundnar skyldur sínar um kjör bænda en þau eru óásættanleg eins og fram kemur í vinnu ráðuneytisstjórahópsins.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þeir muni áfram þurfa að drýgja tekjur sínar með aukavinnu utan búskaps. „Með tilheyrandi fórnarkostnaði gagnvart fjölskyldulífi sínu og frítíma. Við slíkar aðstæður er illt að búa.“ Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps þriggja ráðuneyta og voru kynntar í gær. Þær eru alls fimm og varða ýmis konar viðbótarstuðning til bænda. Áætlað er að greiða samanlagt 1,6 milljarð til 982 bænda fyrir árslok 2023. Samtökin segja í yfirlýsingu fyrir unga bændur skipti tillögur hópsins miklu máli en samtökin hafa síðustu vikur ítrekað bent á erfiða stöðu ungra bænda og hafa sagt það nánast ómögulegt að búast við nýliðun í greininni. „Fyrir unga bændur skipta tillögur hópsins um nýliðunarstuðning auðvitað miklu máli. Þær eru mikilvæg skref í áttina að því að leiðrétta þá erfiðu stöðu ungra bænda sem hafa hafið búskap á síðustu árum og munu þær tryggja íslenskum sveitum líf til lengri framtíðar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau segja miklu muna um fjárhagslegan stuðning auk þess sem hann sé almenn viður viðurkenning á því að „þjóðin þurfi á ungu fólki að halda til þess að standa vörð um áframhaldandi fæðuöryggi sitt og framleiðslu fyrsta flokks matvæla við skilyrði sem væntanlega eru hvergi í heiminum betri en einmitt á Íslandi.“ Myndin er tekin á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var í haust. Samtök ungra bænda Þá segir í yfirlýsingunni það muni einnig miklu um tillögur sem taka á miklum skuldum eða þar sem hefur verið langvarandi afkomubrestur. „Þannig munar mikið um áherslu á greiðslur út á fjárfestingastuðning í því vaxtaumhverfi sem við búum við til viðbótar við þann hraða í afborgunum sem almennt hefur verið krafist. Býlisstuðningur til sauðfjárbænda og tillögur um stuðning til nautgripabænda með holdagripi eru einnig á meðal mikilvægra atriða í tillögum hópsins.“ Bændasamtökin hafa áhyggjur Bændasamtökin fagna á heimasíðu sinni greiningu ráðuneytanna á stöðu mála. Sameiginlegur skilningur muni hjálpa til við næstu skref í samtalinu. Aftur á móti hafa samtökin áhyggjur af því að aðgerðirnar dugi skammt. „Þá eru stórir hópar bænda sem ekki njóta þessara aðgerða og eru það bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni. Verður að velta því upp hvort skynsamlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að eiga þetta samtal við Bændasamtökin, sem fara með fyrirsvar fyrir bændur lögum samkvæmt. Margir bændur eru til að mynda skuldsettir vegna fjárfestinga sem tengjast hagræðingu sem stjórnvöld hafa krafist, bæði á grundvelli lægri framlaga til búvörusamninga og á grundvelli lögbundinna kvaða.“ Rétt sé að líta fram á veginn. „Niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins ríma við greiningar Bændasamtakanna og er því kominn góður grunnur að samtali við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. Bændur treysta því að þeirri vinnu verði fram haldið strax í næstu viku enda ljóst að bændur eru með miklar væntingar til viðbótaraðgerða á stærri skala með endurskoðun samninganna. Á þeim vettvangi verða stjórnvöld meðal annars að leiðrétta tollvernd landbúnaðarafurða og uppfylla lögbundnar skyldur sínar um kjör bænda en þau eru óásættanleg eins og fram kemur í vinnu ráðuneytisstjórahópsins.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira