Matsáætlun fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði samþykkt Árni Sæberg skrifar 11. mars 2021 17:00 Zephyr Iceland ehf. vill reisa vindmyllur á Mosfellsheiði. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Zephyr Iceland ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðs vindorkugarðs á Mosfellsheiði innan Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps. Áætlunin er þó samþykkt með 23 athugasemdum. Í tilkynningu á vef Skipulagsstofnunar segir að stofnuninni hafi þann 25. september árið 2020 borist tillaga að matsáætlun fyrir fyrirhugaðan vindmyllugarð á Mosfellsheiði, sem gæti talið allt að þrjátíu vindmyllur og framleitt allt að 200 megavött. Í tillögunni segir að áformað sé að reisa orkuverið á 1.310 hektara landsvæði á Mosfellsheiði, þar af 550 hektara í Grímsnes- og Grafningshreppi og 760 hektara innan Sveitarfélagsins Ölfuss. Gert sé ráð fyrir að uppbygging vindorkuversins fari fram í að minnsta kosti tveimur áföngum. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir tíu vindmyllum sem hver verði fimm til sex megavött. Heildarafl fyrsta áfangans sé því um fimmtíu til sextíu megavött. Allt að 200 metra háar vindmyllur Með áframhaldandi vexti í raforkueftirspurn sé stefnt að því að reisa um tuttugu vindmyllur til viðbótar þannig að heildarafl verði um 150 til 200 megavött. Áætlanir miðist við að vindmyllur geti orðið um 150 til 200 metrar að heildarhæð þegar spaði er í hæstu stöðu. Malarvegur verði lagður að hverri vindmyllu. Við hverja vindmyllu þurfi einnig að útbúa 113 fermetra undirstöður og 1.200 fermetra kranaplan. Vindmyllur verði tengdar 350 fermetra safnstöð raforku með jarðstreng og safnstöðin síðan tengd flutningskerfi Landsnets með jarðstreng. Tilteknir eru þrír mögulegir kostir við tengingu vindorkuversins við flutningskerfið, það er við Nesjavallalínu 1, núverandi tengivirki á Geithálsi eða fyrirhugað tengivirki við Lyklafell. Gert er ráð fyrir 10 hektara athafnasvæði fyrir verktaka. Heildar efnisþörf við framkvæmdina er áætluð um 300.000 til 500.000 rúmmetrar. Samþykkt með fjölda athugasemda Í tilkynningunni segir að Skipulagsstofnun hafi farið yfir framlagða tillögu Zephyr að matsáætlun ásamt þeim umsögnum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun fallist á tillögu Zephyr að matsáætlun með eftirfarandi athugasemdum: Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir löndunarstað og aðflutningsleiðum vegna flutnings aðfanga að framkvæmdasvæði og gera grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til löndunarstaðar, vega og brúa vegna löndunar og flutnings á búnaði, svo sem varðandi burðarþol, breidd og beygjur. Fjalla þarf um og þær vegaframkvæmdir sem ráðast þarf í vegna flutnings aðfanga og meta umhverfisáhrif þeirra á viðeigandi umhverfisþætti. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir hvað gert er ráð fyrir að leyfi til vindorkuversins verði veitt til langs tíma sem og hvernig staðið verður að frágangi svæðisins að starfstíma loknum. Í frummatsskýrslu þarf að birta upplýsingar um heildarflatarmál þess lands sem raskast við framkvæmdir, sundurliðað eftir vistgerðum. Sýna þarf staðsetningu vistgerða/vistlenda á korti þar sem einnig er sýnd afmörkun áhrifasvæðis vegna beinna áhrifa af völdum jarðrasks og svæði sem njóta sérstakrar verndar. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir efnisþörf, bæði magni og gerð efnis, hvort efni verði tekið á opnum efnistökusvæðum eða hvort fyrirhugað er að opna ný og hversu mikið efni er ráðgert að taka á hverjum stað. Ef opna á ný efnistökusvæði minnir Skipulagsstofnun á að meta þarf umhverfisáhrif efnistöku. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir því hvernig tengimöguleikar falla að framtíðarhugmyndum Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins á SV- horninu og fjalla um möguleg áhrif tenginga á afhendingargæði raforku. Hafa þarf samráð við Landsnet við matið. Í frummatsskýrslu þarf að sýna legu allra valkosta fyrir tengingu við flutningskerfið á korti og meta áhrif mismunandi valkosta á þá umhverfisþætti sem skoðaðir eru í umhverfismatinu. Í frummatsskýrslu þarf að meta áhrif framkvæmdarinnar á landnotkun. Vinna þarf áhættumat fyrir raflínur og heitavatnslögn á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Meta þarf möguleg áhrif framkvæmdarinnar á framkvæmdatíma, rekstrartíma og við frágang að rekstrartíma loknum ásamt því að leggja til mótvægisaðgerðir ef þörf krefur. Matið þarf að vinna í samráði við Landsnet og Veitur. Sýna þarf staðsetningu raflína, lagna og mannvirkja vegna framkvæmdarinnar á korti. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir þoli vindmylla gagnvart aftakaveðri. Af umsögnum og athugasemdum við tillögu að matsáætlun má ráða að fyrirhuguð staðsetning vindorkuvers á Mosfellsheiði snerti ríka hagsmuni í flugi. Beinir Skipulagsstofnun því til framkvæmdaraðila að hann leiti aðstoðar Samgöngustofu við undirbúning og framkvæmd mats á áhrifum vindorkuversins á flugumferð, flugstarfsemi og flugöryggi á svæðinu. Við matið þarf að horfa til fyrirliggjandi athugasemda og umsagna um flugmál. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um litamerkingar og hindranalýsingu og hvernig áformað er að uppfylla þau skilyrði. Umhverfismat vindorkuvers á Mosfellsheiði verði nýtt til að bera saman umhverfisáhrif þeirra valkosta sem til greina koma. Slíkir valkostir geta falist í stærð/afli vindorkuvers, áfangaskiptri uppbyggingu, hæð vindmylla og tilhögun vindmylla auk núllkosts, þ.e. að ekki verði af uppbyggingu vindorkuvers á Mosfellsheiði. Nálgun og framsetning mats á áhrifum á landslag og ásýnd í frummatsskýrslu fylgi bestu starfsvenjum (e. best practice). Sérstaklega er bent á leiðbeiningar Scottish Natural Heritage hvað varðar mat á áhrifum á ásýnd lands í því sambandi. Rökstyðja þarf og skýra sérstaklega í frummatsskýrslu ef brugðið er út af þeirri nálgun sem þar er mælt með. Skipulagsstofnun tekur afstöðu til þess hvort þau gögn eru fullnægjandi við yfirferð frummatsskýrslu sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 106/2000. Hafa þarf samráð við Skipulagsstofnun við ákvörðun um hvaða sjónarhorn verða valin til að lýsa ásýndarbreytingum, áður en frummatsskýrslu er skilað inn. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá niðurstöðum mats á skuggaflökti frá vindmyllum og sýna á loftmynd eða korti hvar þess gætir, einkum með tilliti til áhrifa á íveruhús, ferðamannastaði, útivistarsvæði, ferðaleiðir og vegi. Við mat á áhrifum á landslag og ásýnd þarf að gera sérstaka athugun á áhrifum lýsingar á ásýnd og myrkurgæði. Rannsóknir á fuglum með VP aðferð standi a.m.k. í tvö ár og spanni auk varptíma fartíma vor og haust (15. apríl til 31. maí og 1. ágúst til 15. september). Fuglarannsóknir nái yfir allt framkvæmdasvæðið. Leggja þarf mat á töpuð búsvæði með þéttleikamælingum í mismunandi búsvæðum. Upplýsa þarf um það hvaða fuglar verða helst í árekstrarhættu við vindmyllur og hver eru líkleg afföll þeirra. Beitt verði radarmælingum (eða sambærilegum aðferðum) í eitt ár til að afla upplýsinga um umfang umferðar og flughæð fugla við fyrirhugað framkvæmdasvæði. Bera þarf niðurstöður radarmælinga undir Skipulagsstofnun, sem mun í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands leggja mat á hvort þörf er á frekari athugunum og mati á áhrifum á áflugshættu, áður en frummatsskýrslu er skilað inn. Í frummatsskýrslu þarf að meta áhrif framkvæmdarinnar á ferðaþjónustu og útivist, m.a. með hliðsjón af sýnileikakorti og mati á áhrifum á landslag og ásýnd. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá áætluðum fjölda starfa/ársverka á uppbyggingar- og rekstrartíma vindorkuversins. Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif framkvæmdarinnar á forsendur verndar og verndargildi verndarsvæða. Í frummatsskýrslu þarf að sýna menningarminjar á korti eða loftmynd af framkvæmdasvæðum og leggja mat á áhrif á einstakar minjar og minjaheildir alls staðar þar sem vænta má beinna áhrifa vegna jarðrasks. Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um meðhöndlun mengunarefna, möguleg mengunartilvik og leggja mat á áhrif þeirra á umhverfið. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá áætlaðri hættu á ískasti frá vindmyllum. Í frummatsskýrslu þarf að leggja fram áætlun um vöktun umhverfisáhrifa eftir að framkvæmdum er lokið og vindorkuverið er komið í rekstur, eftir því sem við á. Orkumál Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Vindorka Stjórnsýsla Skipulag Tengdar fréttir Koma að utan til að skoða stæði fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um "áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. 11. maí 2017 07:00 Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í tilkynningu á vef Skipulagsstofnunar segir að stofnuninni hafi þann 25. september árið 2020 borist tillaga að matsáætlun fyrir fyrirhugaðan vindmyllugarð á Mosfellsheiði, sem gæti talið allt að þrjátíu vindmyllur og framleitt allt að 200 megavött. Í tillögunni segir að áformað sé að reisa orkuverið á 1.310 hektara landsvæði á Mosfellsheiði, þar af 550 hektara í Grímsnes- og Grafningshreppi og 760 hektara innan Sveitarfélagsins Ölfuss. Gert sé ráð fyrir að uppbygging vindorkuversins fari fram í að minnsta kosti tveimur áföngum. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir tíu vindmyllum sem hver verði fimm til sex megavött. Heildarafl fyrsta áfangans sé því um fimmtíu til sextíu megavött. Allt að 200 metra háar vindmyllur Með áframhaldandi vexti í raforkueftirspurn sé stefnt að því að reisa um tuttugu vindmyllur til viðbótar þannig að heildarafl verði um 150 til 200 megavött. Áætlanir miðist við að vindmyllur geti orðið um 150 til 200 metrar að heildarhæð þegar spaði er í hæstu stöðu. Malarvegur verði lagður að hverri vindmyllu. Við hverja vindmyllu þurfi einnig að útbúa 113 fermetra undirstöður og 1.200 fermetra kranaplan. Vindmyllur verði tengdar 350 fermetra safnstöð raforku með jarðstreng og safnstöðin síðan tengd flutningskerfi Landsnets með jarðstreng. Tilteknir eru þrír mögulegir kostir við tengingu vindorkuversins við flutningskerfið, það er við Nesjavallalínu 1, núverandi tengivirki á Geithálsi eða fyrirhugað tengivirki við Lyklafell. Gert er ráð fyrir 10 hektara athafnasvæði fyrir verktaka. Heildar efnisþörf við framkvæmdina er áætluð um 300.000 til 500.000 rúmmetrar. Samþykkt með fjölda athugasemda Í tilkynningunni segir að Skipulagsstofnun hafi farið yfir framlagða tillögu Zephyr að matsáætlun ásamt þeim umsögnum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun fallist á tillögu Zephyr að matsáætlun með eftirfarandi athugasemdum: Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir löndunarstað og aðflutningsleiðum vegna flutnings aðfanga að framkvæmdasvæði og gera grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til löndunarstaðar, vega og brúa vegna löndunar og flutnings á búnaði, svo sem varðandi burðarþol, breidd og beygjur. Fjalla þarf um og þær vegaframkvæmdir sem ráðast þarf í vegna flutnings aðfanga og meta umhverfisáhrif þeirra á viðeigandi umhverfisþætti. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir hvað gert er ráð fyrir að leyfi til vindorkuversins verði veitt til langs tíma sem og hvernig staðið verður að frágangi svæðisins að starfstíma loknum. Í frummatsskýrslu þarf að birta upplýsingar um heildarflatarmál þess lands sem raskast við framkvæmdir, sundurliðað eftir vistgerðum. Sýna þarf staðsetningu vistgerða/vistlenda á korti þar sem einnig er sýnd afmörkun áhrifasvæðis vegna beinna áhrifa af völdum jarðrasks og svæði sem njóta sérstakrar verndar. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir efnisþörf, bæði magni og gerð efnis, hvort efni verði tekið á opnum efnistökusvæðum eða hvort fyrirhugað er að opna ný og hversu mikið efni er ráðgert að taka á hverjum stað. Ef opna á ný efnistökusvæði minnir Skipulagsstofnun á að meta þarf umhverfisáhrif efnistöku. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir því hvernig tengimöguleikar falla að framtíðarhugmyndum Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins á SV- horninu og fjalla um möguleg áhrif tenginga á afhendingargæði raforku. Hafa þarf samráð við Landsnet við matið. Í frummatsskýrslu þarf að sýna legu allra valkosta fyrir tengingu við flutningskerfið á korti og meta áhrif mismunandi valkosta á þá umhverfisþætti sem skoðaðir eru í umhverfismatinu. Í frummatsskýrslu þarf að meta áhrif framkvæmdarinnar á landnotkun. Vinna þarf áhættumat fyrir raflínur og heitavatnslögn á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Meta þarf möguleg áhrif framkvæmdarinnar á framkvæmdatíma, rekstrartíma og við frágang að rekstrartíma loknum ásamt því að leggja til mótvægisaðgerðir ef þörf krefur. Matið þarf að vinna í samráði við Landsnet og Veitur. Sýna þarf staðsetningu raflína, lagna og mannvirkja vegna framkvæmdarinnar á korti. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir þoli vindmylla gagnvart aftakaveðri. Af umsögnum og athugasemdum við tillögu að matsáætlun má ráða að fyrirhuguð staðsetning vindorkuvers á Mosfellsheiði snerti ríka hagsmuni í flugi. Beinir Skipulagsstofnun því til framkvæmdaraðila að hann leiti aðstoðar Samgöngustofu við undirbúning og framkvæmd mats á áhrifum vindorkuversins á flugumferð, flugstarfsemi og flugöryggi á svæðinu. Við matið þarf að horfa til fyrirliggjandi athugasemda og umsagna um flugmál. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um litamerkingar og hindranalýsingu og hvernig áformað er að uppfylla þau skilyrði. Umhverfismat vindorkuvers á Mosfellsheiði verði nýtt til að bera saman umhverfisáhrif þeirra valkosta sem til greina koma. Slíkir valkostir geta falist í stærð/afli vindorkuvers, áfangaskiptri uppbyggingu, hæð vindmylla og tilhögun vindmylla auk núllkosts, þ.e. að ekki verði af uppbyggingu vindorkuvers á Mosfellsheiði. Nálgun og framsetning mats á áhrifum á landslag og ásýnd í frummatsskýrslu fylgi bestu starfsvenjum (e. best practice). Sérstaklega er bent á leiðbeiningar Scottish Natural Heritage hvað varðar mat á áhrifum á ásýnd lands í því sambandi. Rökstyðja þarf og skýra sérstaklega í frummatsskýrslu ef brugðið er út af þeirri nálgun sem þar er mælt með. Skipulagsstofnun tekur afstöðu til þess hvort þau gögn eru fullnægjandi við yfirferð frummatsskýrslu sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 106/2000. Hafa þarf samráð við Skipulagsstofnun við ákvörðun um hvaða sjónarhorn verða valin til að lýsa ásýndarbreytingum, áður en frummatsskýrslu er skilað inn. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá niðurstöðum mats á skuggaflökti frá vindmyllum og sýna á loftmynd eða korti hvar þess gætir, einkum með tilliti til áhrifa á íveruhús, ferðamannastaði, útivistarsvæði, ferðaleiðir og vegi. Við mat á áhrifum á landslag og ásýnd þarf að gera sérstaka athugun á áhrifum lýsingar á ásýnd og myrkurgæði. Rannsóknir á fuglum með VP aðferð standi a.m.k. í tvö ár og spanni auk varptíma fartíma vor og haust (15. apríl til 31. maí og 1. ágúst til 15. september). Fuglarannsóknir nái yfir allt framkvæmdasvæðið. Leggja þarf mat á töpuð búsvæði með þéttleikamælingum í mismunandi búsvæðum. Upplýsa þarf um það hvaða fuglar verða helst í árekstrarhættu við vindmyllur og hver eru líkleg afföll þeirra. Beitt verði radarmælingum (eða sambærilegum aðferðum) í eitt ár til að afla upplýsinga um umfang umferðar og flughæð fugla við fyrirhugað framkvæmdasvæði. Bera þarf niðurstöður radarmælinga undir Skipulagsstofnun, sem mun í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands leggja mat á hvort þörf er á frekari athugunum og mati á áhrifum á áflugshættu, áður en frummatsskýrslu er skilað inn. Í frummatsskýrslu þarf að meta áhrif framkvæmdarinnar á ferðaþjónustu og útivist, m.a. með hliðsjón af sýnileikakorti og mati á áhrifum á landslag og ásýnd. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá áætluðum fjölda starfa/ársverka á uppbyggingar- og rekstrartíma vindorkuversins. Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif framkvæmdarinnar á forsendur verndar og verndargildi verndarsvæða. Í frummatsskýrslu þarf að sýna menningarminjar á korti eða loftmynd af framkvæmdasvæðum og leggja mat á áhrif á einstakar minjar og minjaheildir alls staðar þar sem vænta má beinna áhrifa vegna jarðrasks. Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um meðhöndlun mengunarefna, möguleg mengunartilvik og leggja mat á áhrif þeirra á umhverfið. Í frummatsskýrslu þarf að greina frá áætlaðri hættu á ískasti frá vindmyllum. Í frummatsskýrslu þarf að leggja fram áætlun um vöktun umhverfisáhrifa eftir að framkvæmdum er lokið og vindorkuverið er komið í rekstur, eftir því sem við á.
Orkumál Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Vindorka Stjórnsýsla Skipulag Tengdar fréttir Koma að utan til að skoða stæði fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um "áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. 11. maí 2017 07:00 Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Koma að utan til að skoða stæði fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um "áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. 11. maí 2017 07:00
Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00