Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:47 Verkfall flugumferðarstjóra hefði mikil áhrif á starfsemi Play og Icelandair. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019. Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019.
Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent