Reikna með því að Bonaqua nái Toppstölunum aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 06:46 Toppur hvarf úr verslunum landsmanna í júlí og kom Bonaqua hans í stað. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Coca Cola á Íslandi segja sölu á Bonaqua sódavatninu eftir að nafninu var breytt vera á áætlun sem fyrirtækið hafi sett sér í byrjun júlí þegar nafni drykksins var breytt úr Toppur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola European Partners á Íslandi til Vísis. Heimildin greindi frá því að hlutdeild Bonaqua á markaðnum hér á landi sé nú 11-12 prósent. Hún hafi minnkað til muna eftir að nafni drykkjarins var breytt. Vísir reyndi að ná tali af Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra CCEEP vegna málsins, án árangurs. Nafnabreytingin vakti mikla athygli þegar hún var tilkynnt í júlí. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, gagnrýndi breytinguna meðal annars og sagði miður að íslensku nafni væri kastað fyrir róða. Taki tíma að kynna nýjan drykk „Salan á Bonaqua gengur vel og er samkvæmt áætlun sem við settum okkur í byrjun júlí þegar Bonaqua fór fyrst í sölu,“ segir Stefán í svari sínu til Vísis. „Eins og gefur að skilja þá tekur tíma að kynna nýtt vörumerki og í samburði við sölutölur og dreifingu sem Toppur var með þegar það hætti eftir 30 ár, þá gerum við ráð fyrir að Bonaqua verði komið á sama stað á nýju ári.“ Áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að hlutdeild Bonaqua á markaði hækki hægt og sígandi eftir því sem fleiri prófi drykkinn og með því að byggja upp vörumerkið með vörunýjungum ásamt sölu- og kynningarstarfi. „Eins og fyrr segir þá er drykkurinn er aðeins búinn að vera 5 mánuði á markaði og við gerum ráð fyrir því að Bonaqua þróist í að verða á sama stað og Toppur var á nýju ári. Svo ætlum við okkur auðvitað að ná enn meiri sölu í framhaldinu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50 Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola European Partners á Íslandi til Vísis. Heimildin greindi frá því að hlutdeild Bonaqua á markaðnum hér á landi sé nú 11-12 prósent. Hún hafi minnkað til muna eftir að nafni drykkjarins var breytt. Vísir reyndi að ná tali af Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra CCEEP vegna málsins, án árangurs. Nafnabreytingin vakti mikla athygli þegar hún var tilkynnt í júlí. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, gagnrýndi breytinguna meðal annars og sagði miður að íslensku nafni væri kastað fyrir róða. Taki tíma að kynna nýjan drykk „Salan á Bonaqua gengur vel og er samkvæmt áætlun sem við settum okkur í byrjun júlí þegar Bonaqua fór fyrst í sölu,“ segir Stefán í svari sínu til Vísis. „Eins og gefur að skilja þá tekur tíma að kynna nýtt vörumerki og í samburði við sölutölur og dreifingu sem Toppur var með þegar það hætti eftir 30 ár, þá gerum við ráð fyrir að Bonaqua verði komið á sama stað á nýju ári.“ Áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að hlutdeild Bonaqua á markaði hækki hægt og sígandi eftir því sem fleiri prófi drykkinn og með því að byggja upp vörumerkið með vörunýjungum ásamt sölu- og kynningarstarfi. „Eins og fyrr segir þá er drykkurinn er aðeins búinn að vera 5 mánuði á markaði og við gerum ráð fyrir því að Bonaqua þróist í að verða á sama stað og Toppur var á nýju ári. Svo ætlum við okkur auðvitað að ná enn meiri sölu í framhaldinu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50 Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50
Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15