Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Lars og Heimir á góðri stundu saman. mynd/vilhelm Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“ Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“
Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira