
Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins Árborgar. Sem hluti af aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins var ákvörðun tekin í sumarlok að hafa sundlaugina á Stokkseyri lokaða í vetur, frá 1. nóvember og fram í mars á næsta ári.
Nú er svo greint frá því að í ljós hafi komið að sundlaugarkarið sé illa farið eftir 31 árs notkun. Einnig eru birtar myndir af ástandi laugarinnar.
„Ljóst er að það þarf að fara í umfangsmeiri viðgerðir á kari sundlaugarinnar á Stokkseyri, þar sem skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.
Einnig verður farið í að mála potta og hugað verður að viðhaldi á öðrum þáttum á lóð og húsi sundlaugarinnar.

Framkvæmdir eru hafnar en vegna umfangs skemmda er óljóst hvenær framkvæmdum lýkur,“ segir á vef sveitarfélagsins.
Sundlaugin á Stokkseyri samanstendur af átján metra útilaug, vaðlaug og tveir heitir pottar.



