Aston Villa í titilbaráttu eftir sigur á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 19:35 Sigurmarkinu fagnað. EPA-EFE/TIM KEETON Aston Villa vann 1-0 sigur á Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Sigurinn þýðir að Villa er í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir Arsenal og aðeins tveimur á eftir toppliði Liverpool. Lygilegt gengi Villa heldur áfram en lærisveinar Unai Emery eru nokkuð óvænt mættir í bullandi titilbaráttu. Sigur dagsins var einkar sætur en Emery stýrði Arsenal á árum áður en fékk aldrei það hrós sem hann átti skilið. Eina mark dagsins á Villa Park skoraði skoski miðjumaðurinn John McGinn eftir góðan snúning inn í teig Arsenal eftir að hafa fengið boltann frá vængmanninum Leon Bailey. Það mark kom strax á 7. mínútu en eftir það þéttu heimamenn raðirnar og þó Skytturnar hafi skapað sér ágætis færi þá tókst þeim ekki að brjóta heimamenn á bak aftur. Gestirnir frá Lundúnum komu boltanum í netið undir lok leiks en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess. HIT THE MUSIC UP THE VILLA pic.twitter.com/Moxhe7PrlM— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 9, 2023 Lokatölur á Villa Park 1-0 og toppbaráttan á Englandi galopin þegar flest liðanna hafa leikið 16 leiki. Englandsmeistarar Manchester City geta blandað sér í toppbaráttuna á nýjan leik með sigri á morgun, sunnudag. Enski boltinn Fótbolti
Aston Villa vann 1-0 sigur á Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Sigurinn þýðir að Villa er í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir Arsenal og aðeins tveimur á eftir toppliði Liverpool. Lygilegt gengi Villa heldur áfram en lærisveinar Unai Emery eru nokkuð óvænt mættir í bullandi titilbaráttu. Sigur dagsins var einkar sætur en Emery stýrði Arsenal á árum áður en fékk aldrei það hrós sem hann átti skilið. Eina mark dagsins á Villa Park skoraði skoski miðjumaðurinn John McGinn eftir góðan snúning inn í teig Arsenal eftir að hafa fengið boltann frá vængmanninum Leon Bailey. Það mark kom strax á 7. mínútu en eftir það þéttu heimamenn raðirnar og þó Skytturnar hafi skapað sér ágætis færi þá tókst þeim ekki að brjóta heimamenn á bak aftur. Gestirnir frá Lundúnum komu boltanum í netið undir lok leiks en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess. HIT THE MUSIC UP THE VILLA pic.twitter.com/Moxhe7PrlM— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 9, 2023 Lokatölur á Villa Park 1-0 og toppbaráttan á Englandi galopin þegar flest liðanna hafa leikið 16 leiki. Englandsmeistarar Manchester City geta blandað sér í toppbaráttuna á nýjan leik með sigri á morgun, sunnudag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti