„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 10:24 Sólveig Anna sagði heimildir Stefáns Einars vera rógburð. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira