„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 10:24 Sólveig Anna sagði heimildir Stefáns Einars vera rógburð. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira