Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 11:52 Lárus Heiðarsson oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Austurbrú/Vísir/Ívar Fannar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira