Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. desember 2023 13:15 Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna. Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira