Nýjasta stjarna Dallas Cowboys liðsins kom úr óvæntri átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 12:00 Brandon Aubrey hefur slegið í gegn hjá Dallas Cowboys liðinu. Getty/Richard Rodriguez Saga sparkarans Brandon Aubrey er stórmerkileg en hann setti tvö NFL-met i sigri Dallas Cowboys liðsins á sunnudaginn. Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira
Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sjá meira