Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2023 06:30 Pierluigi Collina er af mörgum talinn einn besti dómari sögunnar. Zhizhao Wu/Getty Images Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur til jarðar stuttu eftir að Caykur Rizespor jafnaði gegn Ankaragucu í tyrknesku deildinni á sjöundu mínútu uppbótartíma. Sökudólgurinn var hvorki leikmaður, þjálfari né áhorfandi, heldur forseti Ankaragucu, Faruk Koca. Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir árásina hræðilega og að gjörðir sem þessar muni á endanum drepa fótboltann. „Það sem er enn hræðilegra er að vita af þúsundum dómara um allan heim sem þurfa að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi á öllum stigum leiksins,“ sagði Collina um atvikið. „Þeir eru óþekktir og flestir þeirra eru ungir dómarar sem eru rétt að hefja sinn dómaraferil. Það að lemja dómara vegna einhverrar ákvörðunar sem hann tók á ekki að líðast, jafnvel þó hún sé röng. Það á ekki að kveikja í eða sprengja bílinn hans vegna vítaspyrnudóms.“ „Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Það hefur komið fyrir í einhverjum löndum að bílar dómara hafa verið sprengdir eða kveikt í þeim. Það er á ábyrgð allra sem elska fallega leikinn okkar að stíga upp og gera eitthvað í málinu. Áður en það verður of seint. Áður en þetta krabbamein drepur fótboltann,“ sagði Collina að lokum. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur til jarðar stuttu eftir að Caykur Rizespor jafnaði gegn Ankaragucu í tyrknesku deildinni á sjöundu mínútu uppbótartíma. Sökudólgurinn var hvorki leikmaður, þjálfari né áhorfandi, heldur forseti Ankaragucu, Faruk Koca. Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir árásina hræðilega og að gjörðir sem þessar muni á endanum drepa fótboltann. „Það sem er enn hræðilegra er að vita af þúsundum dómara um allan heim sem þurfa að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi á öllum stigum leiksins,“ sagði Collina um atvikið. „Þeir eru óþekktir og flestir þeirra eru ungir dómarar sem eru rétt að hefja sinn dómaraferil. Það að lemja dómara vegna einhverrar ákvörðunar sem hann tók á ekki að líðast, jafnvel þó hún sé röng. Það á ekki að kveikja í eða sprengja bílinn hans vegna vítaspyrnudóms.“ „Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Það hefur komið fyrir í einhverjum löndum að bílar dómara hafa verið sprengdir eða kveikt í þeim. Það er á ábyrgð allra sem elska fallega leikinn okkar að stíga upp og gera eitthvað í málinu. Áður en það verður of seint. Áður en þetta krabbamein drepur fótboltann,“ sagði Collina að lokum.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17 Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. 12. desember 2023 10:17
Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31