Jói Kalli: Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Bruno Fernandes svekkelsið uppmálað eftir tap Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Getty/Michael Steele Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina. United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti