Fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 12:00 Sögulegur samningur Shohei Ohtani við Los Angeles Dodgers er nú orðinn enn sögulegri. Getty/ Jim McIsaac Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani skrifaði undir risasamning við Los Angeles Dodgers á dögunum og færir sig því á milli liða í Los Angeles borg. Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hafnabolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Hafnabolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira