„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt. Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30
Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31