Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 23:59 Þetta er ekki fyrsta innköllun framleiðandans á árinu vegna sjálfstýringarkerfi Tesla. EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna. Tesla Bílar Tækni Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna.
Tesla Bílar Tækni Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent