Segir áreitið gagnvart James vera ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Atvikið í leik Chelsea og Arsenal. James á hér í höggi við Lia Walti leikmann Arsenal en James fékk gult spjald fyrir brotið og var tekin af velli strax í kjölfarið. Vísir/Getty Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, segir áreiti sem Lauren James hefur mátt þola vera ógeðslegt. Hún segir leikmanninn ekki vera á góðum stað andlega. Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“ Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira