Segir áreitið gagnvart James vera ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Atvikið í leik Chelsea og Arsenal. James á hér í höggi við Lia Walti leikmann Arsenal en James fékk gult spjald fyrir brotið og var tekin af velli strax í kjölfarið. Vísir/Getty Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, segir áreiti sem Lauren James hefur mátt þola vera ógeðslegt. Hún segir leikmanninn ekki vera á góðum stað andlega. Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“ Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira