Síðasti séns á stórum jólabónus Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 11:30 Jason Daði Svanþórsson og félagar í Breiðabliki bíða enn eftir fyrsta stigi íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir fá annað tækifæri gegn Zorya í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Karlalið Breiðabliks spilar sinn síðasta leik á löngu keppnistímabili í kvöld, þegar lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Félagið gæti tryggt sér 75 milljónir króna. Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn