Síðasti séns á stórum jólabónus Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 11:30 Jason Daði Svanþórsson og félagar í Breiðabliki bíða enn eftir fyrsta stigi íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir fá annað tækifæri gegn Zorya í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Karlalið Breiðabliks spilar sinn síðasta leik á löngu keppnistímabili í kvöld, þegar lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Félagið gæti tryggt sér 75 milljónir króna. Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira