Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 12:50 Ólafur Helgi Árnason og Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir hafa verið skipuð í embætti héraðsdómara í Reykjavík. Þá hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari. Vísir/Vilhelm/stjr Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni. Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni.
Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45
Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25